Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 98 svör fundust

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

Nánar

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

Nánar

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?

Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...

Nánar

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

Nánar

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

Nánar

Hvernig hófst og endaði ísöldin?

Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...

Nánar

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...

Nánar

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...

Nánar

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

Nánar

Hvað er löss?

Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanve...

Nánar

Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?

Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar han...

Nánar

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?

Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir. Ari Trausti hefur aðallega hel...

Nánar

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

Nánar

Hvað er dyngjugos?

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...

Nánar

Fleiri niðurstöður